Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í þriðja riðli undanrása 800 metra hlaups kvenna á Evrópumóti 19 ára og yngri sem nú stendur yfir í Eskilstuna í Svíþjóð.
Hún náði besta tímanum af öllum sem hlupu í undanrásunum og komst auðveldlega í úrslitahlaupið sem fram fer á laugardaginn klukkan 15.15.
Aníta tók forystuna eftir 200 metra og stakk keppinauta sína af. Hún kláraði fyrri hringinn á 1:00,64 mínútum og kom í mark á 2:05,01 mínútum.
Þjóðverjinn Mareen Kalis varð önnur í þriðja undanriðli á 2:05,47 mínútum og Ítalinn Irene Vian varð þriðja á 2:07,55 mínútum.
Aníta er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á mótinu fyrir tveimur árum. Hún á besta tíma allra keppenda og þann besta á þessu ári.
Belginn Renée Eykens kom fyrst í mark í fyrsta riðli, en hún hljóp á 2:06,31 mínútum. Eykens hafði betur gegn Anítu á Junior Gala-mótinu í Mannheim á dögunum.
Molly Long frá Bretlandi varð í öðru sæti í fyrsta riðli, en hún kom í mark á tímanum 2:06,87. Portúgalinn Salomé Afonso varð þriðja á 2:07,72.
Þjóðverjinn Sarah Schmidt vann riðil tvö er hún kom í mark á 2:05,85 mínútum og í öðru sæti varð Mhairi Hendry frá Bretlandi á 2:06,21 mínútu. Corane Gazeau frá Frakklandi varð þriðja á 2:07,15 mínútum.
Smelltu hér til að sjá beina útsendingu frá keppninni.
Aníta auðveldlega í úrslit
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
