Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Inter Baku 1-2 | FH-ingar í erfiðri stöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 16. júlí 2015 09:43 Úr leiknum í kvöld. Bjarni Þór Viðarsson í baráttunni við Asera. Vísir/Valli FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum með marki Atla Guðnasonar úr vítaspyrnu. En í upphafi seinni hálfleiks dundi ógæfan yfir þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. FH-ingar geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin því þeir voru betra liðið fram að rauða spjaldinu, gegn liði sem er enn á undirbúningstímabili og í leikformi í samræmi við það. Gestirnir mættu til leiks með fimm marka vörn og gerðu sig sjaldan líklega til að sækja. Þá voru þeir duglegir að tefja og gerðu allt sem þeir gátu til að halda hraðanum í leiknum niðri. Og það sem verst var, þá komust þeir upp með það. Tempóið í leiknum var mjög lágt og FH-ingum gekk illa að nýta sér allt plássið sem Inter Bakú gaf þeim aftarlega á vellinum. Davíð Þór Viðarsson átti t.a.m. í talsverðum sendingavandræðum framan af leik. Bróðir hans, Bjarni Þór, átti hins vegar mjög góðan leik í stöðu framliggjandi miðjumanns. Bjarni var bæði öflugur í að vinna boltann og hélt honum svo vel og var viðriðinn flestar bestu sóknir FH í fyrri hálfleik. Atli Guðnason skoraði, sem áður sagði, eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu á 39. mínútu, eftir að brotið var á Pétri Viðarssyni innan vítateigs. Þetta var 11. mark Atla í Evrópukeppnum með því komst hann upp fyrir Tryggva Guðmundsson á listanum yfir markahæstu leikmenn íslenskra liða í Evrópukeppnum. Þetta var jafnframt fyrsta skot liðanna að marki í fyrri hálfleiknum sem segir sitt um hversu rólegur hann var. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik gerðist atvik sem breytti leiknum, og öllu einvíginu. FH-ingar töpuðu þá boltanum á miðjunni og í kjölfarið komst Rauf Aliyev einn inn fyrir vörn FH. Róbert Örn kom út á móti framherjanum en tímasetti úthlaupið vitlaust og straujaði Alieyv niður. Sænski dómarinn benti á punktinn, þótt brotið virtist vera fyrir utan teig, og sendi Róbert í sturtu. Hinn 44 ára gamli Kristján Finnbogason kom í markið og var grátlega nálægt því að verja spyrnu Kvekveskiri en það dugði ekki til. Eftir jöfnunarmarkið lögðust heimamenn aftar á völlinn og gestirnir náðu loks upp einhverjum spilköflum. Og einn slíkur skilaði árangri á 61. mínútu þegar varamaðurinn Martins skallaði frábæra fyrirgjöf Abbas Huseynov framhjá Kristjáni. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið en komust lítt áleiðis. Varamaðurinn Kristján Flóki Finnbogason fékk besta færið þegar hann átti skot framhjá eftir góðan undirbúning Atla Guðnasonar og Jonathans Hendrickx. Aliyev fékk sömuleiðis gott færi eftir skyndisókn en sem betur fer fyrir FH-inga hitti hann ekki markið. Aserarnir spiluðu lokamínúturnar af skynsemi og fögnuðu 1-2 útisigri sem kemur þeim í mjög góða stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Bakú eftir viku. FH-inga bíður erfiður leikur gegn KR á sunnudaginn áður en þeir fara í langt og strangt ferðalag til Aserbaísjan.Heimir: Leikurinn var of lítill fyrir egó dómarans Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.Davíð Þór: Okkur fannst þeir vera með smá stæla "Mér fannst við vera með leikinn í okkar höndum í fyrri hálfleik, skoruðum mark og svo fáum við á okkur mark og rautt spjald og eftir það var róðurinn þungur," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir tapið fyrir Inter Bakú á heimavelli í kvöld. En hvernig horfði vítaspyrnudómurinn við Davíð? "Við misstum boltann á miðjunni, það kom stungusending sem við réðum ekki við og svo var Robbi (Róbert Örn Óskarsson) aðeins of seinn út. "En svo er alltaf spurning hvort þetta var fyrir utan teig eða innan. Þetta atvik breytti leiknum," sagði Davíð sem var í hringiðunni eftir leik þegar það kom nærri til handalögmála milli leikmanna liðanna. "Það voru smá stympingar. Okkur fannst þeir vera með smá stæla og við svöruðum fyrir okkur. Svo voru komnir einhverjir starfsmenn frá þeim sem ætluðu að búa til læti en við erum með fullt af vörðum hérna sem sáu til þess að það gerðist ekki." Davíð sagði að FH-ingar hefðu verið undir það búnir að lið Inter Bakú myndi reyna að tefja leikinn í kvöld. "Við vissum að þeir myndu reyna að drepa tempóið í leiknum en mér fannst aðallega leiðinlegt að dómari frá Svíþjóð hafi látið þá plata sig. Það var það sem fór aðallega í taugarnar á okkur. En svo getur vel verið að hann hafi verið með allar stóru ákvarðanirnar réttar og kannski var maður bara pirraður út af tapinu," sagði Davíð sem segir FH-inga enn vera á lífi í einvíginu. "Þetta er ekki búið en það er annar stórleikur strax á sunnudaginn gegn KR sem við þurfum að gíra okkur upp í. Við erum ekki búnir að gefast upp í þessu einvíginu og ætlum okkur að fara út og gera eitthvað þar," sagði Davíð að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
FH er í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn aserska liðinu Inter Bakú eftir 1-2 tap í fyrri leiknum í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum með marki Atla Guðnasonar úr vítaspyrnu. En í upphafi seinni hálfleiks dundi ógæfan yfir þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. FH-ingar geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin því þeir voru betra liðið fram að rauða spjaldinu, gegn liði sem er enn á undirbúningstímabili og í leikformi í samræmi við það. Gestirnir mættu til leiks með fimm marka vörn og gerðu sig sjaldan líklega til að sækja. Þá voru þeir duglegir að tefja og gerðu allt sem þeir gátu til að halda hraðanum í leiknum niðri. Og það sem verst var, þá komust þeir upp með það. Tempóið í leiknum var mjög lágt og FH-ingum gekk illa að nýta sér allt plássið sem Inter Bakú gaf þeim aftarlega á vellinum. Davíð Þór Viðarsson átti t.a.m. í talsverðum sendingavandræðum framan af leik. Bróðir hans, Bjarni Þór, átti hins vegar mjög góðan leik í stöðu framliggjandi miðjumanns. Bjarni var bæði öflugur í að vinna boltann og hélt honum svo vel og var viðriðinn flestar bestu sóknir FH í fyrri hálfleik. Atli Guðnason skoraði, sem áður sagði, eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu á 39. mínútu, eftir að brotið var á Pétri Viðarssyni innan vítateigs. Þetta var 11. mark Atla í Evrópukeppnum með því komst hann upp fyrir Tryggva Guðmundsson á listanum yfir markahæstu leikmenn íslenskra liða í Evrópukeppnum. Þetta var jafnframt fyrsta skot liðanna að marki í fyrri hálfleiknum sem segir sitt um hversu rólegur hann var. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik gerðist atvik sem breytti leiknum, og öllu einvíginu. FH-ingar töpuðu þá boltanum á miðjunni og í kjölfarið komst Rauf Aliyev einn inn fyrir vörn FH. Róbert Örn kom út á móti framherjanum en tímasetti úthlaupið vitlaust og straujaði Alieyv niður. Sænski dómarinn benti á punktinn, þótt brotið virtist vera fyrir utan teig, og sendi Róbert í sturtu. Hinn 44 ára gamli Kristján Finnbogason kom í markið og var grátlega nálægt því að verja spyrnu Kvekveskiri en það dugði ekki til. Eftir jöfnunarmarkið lögðust heimamenn aftar á völlinn og gestirnir náðu loks upp einhverjum spilköflum. Og einn slíkur skilaði árangri á 61. mínútu þegar varamaðurinn Martins skallaði frábæra fyrirgjöf Abbas Huseynov framhjá Kristjáni. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið en komust lítt áleiðis. Varamaðurinn Kristján Flóki Finnbogason fékk besta færið þegar hann átti skot framhjá eftir góðan undirbúning Atla Guðnasonar og Jonathans Hendrickx. Aliyev fékk sömuleiðis gott færi eftir skyndisókn en sem betur fer fyrir FH-inga hitti hann ekki markið. Aserarnir spiluðu lokamínúturnar af skynsemi og fögnuðu 1-2 útisigri sem kemur þeim í mjög góða stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Bakú eftir viku. FH-inga bíður erfiður leikur gegn KR á sunnudaginn áður en þeir fara í langt og strangt ferðalag til Aserbaísjan.Heimir: Leikurinn var of lítill fyrir egó dómarans Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.Davíð Þór: Okkur fannst þeir vera með smá stæla "Mér fannst við vera með leikinn í okkar höndum í fyrri hálfleik, skoruðum mark og svo fáum við á okkur mark og rautt spjald og eftir það var róðurinn þungur," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir tapið fyrir Inter Bakú á heimavelli í kvöld. En hvernig horfði vítaspyrnudómurinn við Davíð? "Við misstum boltann á miðjunni, það kom stungusending sem við réðum ekki við og svo var Robbi (Róbert Örn Óskarsson) aðeins of seinn út. "En svo er alltaf spurning hvort þetta var fyrir utan teig eða innan. Þetta atvik breytti leiknum," sagði Davíð sem var í hringiðunni eftir leik þegar það kom nærri til handalögmála milli leikmanna liðanna. "Það voru smá stympingar. Okkur fannst þeir vera með smá stæla og við svöruðum fyrir okkur. Svo voru komnir einhverjir starfsmenn frá þeim sem ætluðu að búa til læti en við erum með fullt af vörðum hérna sem sáu til þess að það gerðist ekki." Davíð sagði að FH-ingar hefðu verið undir það búnir að lið Inter Bakú myndi reyna að tefja leikinn í kvöld. "Við vissum að þeir myndu reyna að drepa tempóið í leiknum en mér fannst aðallega leiðinlegt að dómari frá Svíþjóð hafi látið þá plata sig. Það var það sem fór aðallega í taugarnar á okkur. En svo getur vel verið að hann hafi verið með allar stóru ákvarðanirnar réttar og kannski var maður bara pirraður út af tapinu," sagði Davíð sem segir FH-inga enn vera á lífi í einvíginu. "Þetta er ekki búið en það er annar stórleikur strax á sunnudaginn gegn KR sem við þurfum að gíra okkur upp í. Við erum ekki búnir að gefast upp í þessu einvíginu og ætlum okkur að fara út og gera eitthvað þar," sagði Davíð að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira