Miklar framfarir framundan hjá McLaren Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júlí 2015 22:00 Eric Boullier ber höfuðið hátt þrátt fyrir brösugt gengi liðsins undanfarið. Vísir/Getty McLaren liðið telur að það verði orðið samkeppnishæft undir lok tímabilsins. Það er markmið liðsins samkvæmt keppnisstjóra þess, Eric Boullier. McLaren hefur einungis náð í fimm stig í fyrstu níu keppnum tímabilsins. Jenson Button varð áttundi í Mónakó og Fernando Alonso varð tíundi á Silverstone. Honda er um að kenna samkvæmt McLaren, en báðir aðilar eru ákveðnir í að vinna saman að því að bæta afl og áreiðanleika vélarinnar. Miklar framfarir eru framundan að sögn Boullier. „Við stöndum okkur ekki nógu vel í augnablikinu - en við vitum að bíllinn er góður,“ sagði Boullier. „Gefið okkur tíma. Þegar við höfum greitt úr stærstu áreiðanleikavandamálunum sem við stöndum frammi fyrir munum við taka stórt skref fram á við. Við gætum leyst eitt vandamál og fundið hálfa sekúndu og svo leyst annað og fundið aðra hálfa sekúndu,“ bætti Boullier við. Keppnisstjórinn fullyrðir að liðið geti verið framarlega við lok tímabilsins. Þetta veltur allt á Honda og ef það gengur vel hjá Honda telur Boullier að verðlaunasæti verði möguleiki. „Markmiðið er ennþá að vera samkeppnishæft lið undir lok tímabilsins. Ef við getum afhjúpað getuna verðum við í baráttunni - með smá heppni - um verðlaunasæti. Ef við náum vélarrafalnum í gang á beinu köflunum getum við sparað mikinn tíma. Við getum það ekki í dag,“ sagði Boullier að lokum. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Brjálæði í Bretlandi Lewis Hamilton á Mercedes kom að lokum fyrstur í mark. Atburðarásin sem leiddi til þess var ótrúleg, þrátt fyrir að heimamaðurinn hafi verið á ráspól. 8. júlí 2015 06:00 Gervi þjónustuhlé eru refsiverð FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur varað Formúlu 1 lið við því að refsingum verði beitt ætli lið að þykjast taka þjónustuhlé. 9. júlí 2015 23:15 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Hamilton styður breytta ræsingu Lewis Hamilton segist styðja nýja reglu sem hefur það að markmiði að gera ræsingar erfiðari. 13. júlí 2015 13:45 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren liðið telur að það verði orðið samkeppnishæft undir lok tímabilsins. Það er markmið liðsins samkvæmt keppnisstjóra þess, Eric Boullier. McLaren hefur einungis náð í fimm stig í fyrstu níu keppnum tímabilsins. Jenson Button varð áttundi í Mónakó og Fernando Alonso varð tíundi á Silverstone. Honda er um að kenna samkvæmt McLaren, en báðir aðilar eru ákveðnir í að vinna saman að því að bæta afl og áreiðanleika vélarinnar. Miklar framfarir eru framundan að sögn Boullier. „Við stöndum okkur ekki nógu vel í augnablikinu - en við vitum að bíllinn er góður,“ sagði Boullier. „Gefið okkur tíma. Þegar við höfum greitt úr stærstu áreiðanleikavandamálunum sem við stöndum frammi fyrir munum við taka stórt skref fram á við. Við gætum leyst eitt vandamál og fundið hálfa sekúndu og svo leyst annað og fundið aðra hálfa sekúndu,“ bætti Boullier við. Keppnisstjórinn fullyrðir að liðið geti verið framarlega við lok tímabilsins. Þetta veltur allt á Honda og ef það gengur vel hjá Honda telur Boullier að verðlaunasæti verði möguleiki. „Markmiðið er ennþá að vera samkeppnishæft lið undir lok tímabilsins. Ef við getum afhjúpað getuna verðum við í baráttunni - með smá heppni - um verðlaunasæti. Ef við náum vélarrafalnum í gang á beinu köflunum getum við sparað mikinn tíma. Við getum það ekki í dag,“ sagði Boullier að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Brjálæði í Bretlandi Lewis Hamilton á Mercedes kom að lokum fyrstur í mark. Atburðarásin sem leiddi til þess var ótrúleg, þrátt fyrir að heimamaðurinn hafi verið á ráspól. 8. júlí 2015 06:00 Gervi þjónustuhlé eru refsiverð FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur varað Formúlu 1 lið við því að refsingum verði beitt ætli lið að þykjast taka þjónustuhlé. 9. júlí 2015 23:15 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Hamilton styður breytta ræsingu Lewis Hamilton segist styðja nýja reglu sem hefur það að markmiði að gera ræsingar erfiðari. 13. júlí 2015 13:45 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bílskúrinn: Brjálæði í Bretlandi Lewis Hamilton á Mercedes kom að lokum fyrstur í mark. Atburðarásin sem leiddi til þess var ótrúleg, þrátt fyrir að heimamaðurinn hafi verið á ráspól. 8. júlí 2015 06:00
Gervi þjónustuhlé eru refsiverð FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur varað Formúlu 1 lið við því að refsingum verði beitt ætli lið að þykjast taka þjónustuhlé. 9. júlí 2015 23:15
Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00
Hamilton styður breytta ræsingu Lewis Hamilton segist styðja nýja reglu sem hefur það að markmiði að gera ræsingar erfiðari. 13. júlí 2015 13:45