Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 19:49 Frosti Sigurjónsson í þungum þönkum í þingsal. vísir/pjetur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að Landsbankinnn flytji höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Á Facebook-síðu sinni viðrar þingmaðurinn þá hugmynd að bankinn, sem er nær alfarið í ríkiseigu, festi kaup á húsnæði við Urðarhvarf 8 í Kópavogi í stað þess að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurhöfn í Reykjavík. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir.Húsið við Urðarhvarf er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð, jafn stórt og fyrirhugaðar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Söluverð hússins er 775 milljónir króna og segir Frosti að líklegt verður að teljast að frágangur á húsnæðinu gæti kostað um 2 milljarða. „Landsbankinn virðist því geta sparað um 5 milljarða með því að kaupa þetta,“ segir Frosti og bætir við að með kaupum á húsinu myndi hagræðingin, sem stjórnendur Landsbankans hafa sagt ástæðu framkvæmdanna, nást að fullu. „Öll starfsemi myndi rúmast á einum stað. Landsbankinn gæti svo selt lóðina fínu við Austurhöfn með góðum hagnaði,” segir Frosti á Facebook-síðu sinni. Margir hafa lýst stuðningi við hugmyndir Frosta sem betur má glöggva sig á hér að neðan.Hér er til sölu ónotað nýtt skrifstofuhúsnæði sem er enn stærra en fyrirhugaðar kr. 8 milljarða höfuðstöðvar...Posted by Frosti Sigurjonsson on 15. júlí 2015 Alþingi Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að Landsbankinnn flytji höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Á Facebook-síðu sinni viðrar þingmaðurinn þá hugmynd að bankinn, sem er nær alfarið í ríkiseigu, festi kaup á húsnæði við Urðarhvarf 8 í Kópavogi í stað þess að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurhöfn í Reykjavík. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir.Húsið við Urðarhvarf er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð, jafn stórt og fyrirhugaðar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Söluverð hússins er 775 milljónir króna og segir Frosti að líklegt verður að teljast að frágangur á húsnæðinu gæti kostað um 2 milljarða. „Landsbankinn virðist því geta sparað um 5 milljarða með því að kaupa þetta,“ segir Frosti og bætir við að með kaupum á húsinu myndi hagræðingin, sem stjórnendur Landsbankans hafa sagt ástæðu framkvæmdanna, nást að fullu. „Öll starfsemi myndi rúmast á einum stað. Landsbankinn gæti svo selt lóðina fínu við Austurhöfn með góðum hagnaði,” segir Frosti á Facebook-síðu sinni. Margir hafa lýst stuðningi við hugmyndir Frosta sem betur má glöggva sig á hér að neðan.Hér er til sölu ónotað nýtt skrifstofuhúsnæði sem er enn stærra en fyrirhugaðar kr. 8 milljarða höfuðstöðvar...Posted by Frosti Sigurjonsson on 15. júlí 2015
Alþingi Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41