Málið snýst um lagið Blurred Lines en fjölskyla Gaye taldi hluta lagsins um og of líkjast laginu Got to Give It Up. Upphæðin sem þeir voru dæmdir til að greiða í mars síðastliðnum vegna stuldsins var 7,4 milljónir dala en eru nú 5,3 milljónir dala. Dómarinn taldi fyrri upphæðina ekki studda nægilegum sönnunargögnum.
Sjálfar skaðabæturnar voru lækkaðar úr 4 milljónum dala í tæpar 3,2 milljónir. Þá hafði Pharrell verið dæmdur til að greiða 1,6 milljónir dala af hagnaði sínum en sú upphæði var lækkuð í 358.000 dali.
Dómarinn féllst þó á kröfu fjölskyldu Gaye um að þau fái helming af þeim tekjum sem koma inn vegna lagsins í framtíðinni.