Röng forgangsröðun í bankakerfinu Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júlí 2015 08:57 Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira