Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 15. júlí 2015 07:49 Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira