Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2015 19:00 Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals. Mansal í Vík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals.
Mansal í Vík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira