Novak Djokovic tryggði sér rétt í þessu sigur á Wimbledon mótinu í tennis og varði þar með titilinn sem hann vann á svo eftirminnilegan hátt í fyrra.
Djokovic vann Svisslendinginn Roger Federer í fjórum settum en tvö þau fyrstu voru æsispennandi. Djokovic vann fyrsta settið 7-6, Federer það næsta 7-6 en Djokovic tryggði sér svo sigur með því að vinna tvö næstu sett, 6-4 og 6-3.
Á síðustu fimm árum hefur Djokovic unnið Wimbledon þrisvar og einu sinni endað í öðru sæti. Óneitanlega frábær árangur.
Djokovic er þar með búinn að jafna þjálfara sinn, Þjóðverjann Boris Becker, í fjölda Wimbledon titla en báðir hafa þeir unnið Wimbledon mótið þrisvar.
