Það verður Valur sem mætir Selfossi í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu en þetta var ljóst eftir að Valur lagði KR að velli í 8. liða úrslitum á Vodafonevellinum í dag, 4-0.
Valsstúlkur komust yfir á 40. mínútu þegar Katia Maanane skoraði og staðan í hálfleik var 1-0. Vesna Elísa Smiljkovic skoraði annað mark Vals á 63. mínútu. Vesna hefur verið að spila vel í sumar en þetta var 9. markið hennar í 10 leikjum í deild og bikar.
Karia Maanane skoraði sitt annað mark á 73. mínútu og þar svo Vesna sem rak þar með smiðshöggið í sannfærandi 4-0 sigur Hlíðarendastúlkna með marki á 90. mínútu.
Undanúrslitaleikur Selfoss og Vals verður laugardaginn 25. júlí en á sama tíma fær Fylkir Stjörnuna í heimsókn í hinum undanúrslitaleik Borgunarbikarsins.
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á KR

Mest lesið

Fótboltastrákur lést eftir hnéaðgerð
Fótbolti





Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins
Handbolti


Alexander Máni seldur til Midtjylland
Íslenski boltinn

Einar tekur við Víkingum
Íslenski boltinn
