Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi.
Ekki er útilokað að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusamstarfið vegna skuldavanda landsins. Sérfræðingar óttast að það muni grafa undan evrusasamstarfinu og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir efnahag ríkja Evrópusambandsins.
„Ef það að evrusamstarfið fari að rakna upp leiðir til efnahagskrísu í Evrópu. Þá augljóslega mun það hafa áhrif hjá okkur. Evrópa er þrátt fyrir allt enn þá lang stærsti útflutningsmarkaður okkar, þannig að niðursveifla hér hefur neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,” segir Sigmundur.
„En það er þá bara enn ein áminningin um mikilvægi þess að við höfum okkar efnahagsmál í lagi, svoleiðis að við getum tekið slíkum áföllum en einnig minnir okkur á mikilvægi þess að eiga viðskipti við aðrar þjóðir, sem víðast um heim.”
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi
Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Stefán endurkjörinn formaður
Viðskipti innlent


Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent