Mótmæla komu Dunkin´ Donuts til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 19:33 Dunkin' Donuts býður upp á margt fleira en kleinuhringi. Vísir/Dunkin'Donuts Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er ósáttur við komu keðjunnar Dunkin‘ Donuts til Íslands. Hann mótmælir opnun staðarins á Facebook með því að birta mynd af sér og vinkonu sinni, Linnea Hellström, með fýlusvip og báða þumla niður fyrir framan Laugaveg 3 þar sem fyrsti staðurinn mun opna nú seinna í sumar. Með myndinni fylgir textinn: „We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!“ sem, í lauslegri íslenskri þýðingu, merkir: „Við erum eindregið á móti framgangi stórfyrirtækja í Reykjavík.“ Um þrjú hundruð manns hafa „líkað við“ færslu Krumma en hana má sjá hér að neðan.We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!Posted by Krummi Bjorgvinsson on Friday, July 10, 2015Dunkin‘ Donuts er vel þekkt fyrirtæki með 11.300 veitingastaði í 36 löndum. Þar á meðal eru 170 staðir í Evrópu. Fyrirtækið gerði sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, fyrr á þessu ári um að hefja undirbúning að opnun veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun 16 veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi í samtali við Vísi í apríl. Þá sagðist Árni Pétur búast við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði. „Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum.“ Tengdar fréttir Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar. 17. apríl 2015 16:13 Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi Dunkin' Donuts hyggst opna fyrsta staðinn á næsta ári. 27. apríl 2015 11:44 Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01 Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er ósáttur við komu keðjunnar Dunkin‘ Donuts til Íslands. Hann mótmælir opnun staðarins á Facebook með því að birta mynd af sér og vinkonu sinni, Linnea Hellström, með fýlusvip og báða þumla niður fyrir framan Laugaveg 3 þar sem fyrsti staðurinn mun opna nú seinna í sumar. Með myndinni fylgir textinn: „We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!“ sem, í lauslegri íslenskri þýðingu, merkir: „Við erum eindregið á móti framgangi stórfyrirtækja í Reykjavík.“ Um þrjú hundruð manns hafa „líkað við“ færslu Krumma en hana má sjá hér að neðan.We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!Posted by Krummi Bjorgvinsson on Friday, July 10, 2015Dunkin‘ Donuts er vel þekkt fyrirtæki með 11.300 veitingastaði í 36 löndum. Þar á meðal eru 170 staðir í Evrópu. Fyrirtækið gerði sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, fyrr á þessu ári um að hefja undirbúning að opnun veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun 16 veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi í samtali við Vísi í apríl. Þá sagðist Árni Pétur búast við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði. „Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum.“
Tengdar fréttir Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar. 17. apríl 2015 16:13 Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi Dunkin' Donuts hyggst opna fyrsta staðinn á næsta ári. 27. apríl 2015 11:44 Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01 Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar. 17. apríl 2015 16:13
Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi Dunkin' Donuts hyggst opna fyrsta staðinn á næsta ári. 27. apríl 2015 11:44
Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01
Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00