Samkvæmt heimildum norska blaðsins Fædrelandsvennen hefur Start samþykkt kauptilboð rússneska liðsins Ufa í framherjann Matthías Vilhjálmsson.
„Ég vil ekki tjá mig um þetta og ætla að einbeita mér að leiknum gegn Tromsö um helgina,“ sagði Matthías í samtali við Fædrelandsvennen en leikurinn gegn Tromsö gæti verið síðasti leikur Matthíasar fyrir Start.
Start vill ekkert tjá sig um málið en talið er að félagið vilji fá 500.000 evrur fyrir Matthías, eða 75 milljónir íslenskra króna.
Matthías hefur spilað vel fyrir Start á tímabilinu en hann hefur skorað sjö mörk og átt fimm stoðsendingar í 13 leikjum í norsku úrvalsdeildinni. Alls hefur Matthías skorað 41 mark í 94 deildarleikjum fyrir Start síðan hann kom til félagsins frá FH árið 2012.
Ufa kemur frá samnefndri borg í Rússlandi en félagið er aðeins fjögurra ára gamalt. Það lék í fyrsta sinn í efstu deild í fyrra og endaði þá í 12. sæti deildarinnar.
Matthías á leið til Rússlands?

Tengdar fréttir

Matthías skoraði og lagði upp mark í óvæntum sigri Start
Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt og lagði upp eitt mark í 4-1 sigri Start á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Matthías og Aron Elís skoruðu í Íslendingaslag
Tvö íslensk mörk litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þá sigraði Start annað Íslendingarlið, Álasund, 3-1.

Sjáðu magnaða hjólhestaspyrnu Matthíasar
Matthías Vilhjálmsson skoraði stórbrotið mark fyrir Start gegn Álasund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Matthías með rosalegri hjólhestapsyrnu.