Flóttamenn streyma til smáborgar í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2015 20:12 Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May. Flóttamenn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May.
Flóttamenn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira