Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2015 16:48 Páley segir að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot, og hún hefur nú sent út bréf þar sem hún gefur út að engar upplýsingar verði gefnar um slíkt, sem upp kann að koma í Eyjum. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Páley leggur til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Páley heldur því fram í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum og birt er í heild hér neðar, að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot og það sé þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna. Jafnframt kemur fram í bréfi Páleyjar að hún hafi ákveðið, í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan muni „ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum.“ Páley vonar að þetta verði til þess að lögreglan fái meiri vinnufrið í þessum málaflokki. Almenningur eigi engan rétt á upplýsingum sem þessum.Bréf Páleyjar til viðbragðsaðila „Á fundi með viðbragðsaðilum þjóðhátíðar benti ég á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Flestir aðilar eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum en aðrir samkvæmt starfslýsingu sinni og eðli máls. Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það er afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það á vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu. Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“. Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. Það er engin lagaskylda á lögreglu að upplýsa um kærur sem berast og almenningur á ekki heldur heimtingu á slíkum upplýsingum. Ástæða þessa er að ítrekað hefur komið fram hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og að þau fái frið til þess. Lögreglu finnst sjálfsagt að reyna að létta aðilum erfið spor í þessum málum og hefur ákveðið að gera það með þessum hætti. Von mín er einnig að þetta skapi meiri vinnufrið hjá lögreglu í þessum málaflokki. Kynferðisbrot fá fullt viðbragð lögreglu og fulla rannsókn eins og ætíð og meðferð þeirra vönduð, málin eru skráð eins og skylt er líkt og önnur sakamál og verða þannig hluti af tölfræði lögreglunnar. Þegar ákæra hefur verið birt eru mál orðin opinber með tilheyrandi vernd fyrir þolendur. Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki. Þið getið alltaf vísað á lögreglu en auðvitað kann sú staða að koma upp að eitthvað verði að ræða við fjölmiðla en það er þá undantekning og aðeins lögreglu að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Virðingarfyllst Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.“ Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot. Páley leggur til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“, og veiti engar upplýsingar. Páley heldur því fram í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum og birt er í heild hér neðar, að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot og það sé þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna. Jafnframt kemur fram í bréfi Páleyjar að hún hafi ákveðið, í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan muni „ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum.“ Páley vonar að þetta verði til þess að lögreglan fái meiri vinnufrið í þessum málaflokki. Almenningur eigi engan rétt á upplýsingum sem þessum.Bréf Páleyjar til viðbragðsaðila „Á fundi með viðbragðsaðilum þjóðhátíðar benti ég á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Flestir aðilar eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum en aðrir samkvæmt starfslýsingu sinni og eðli máls. Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það er afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það á vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu. Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“. Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. Það er engin lagaskylda á lögreglu að upplýsa um kærur sem berast og almenningur á ekki heldur heimtingu á slíkum upplýsingum. Ástæða þessa er að ítrekað hefur komið fram hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og að þau fái frið til þess. Lögreglu finnst sjálfsagt að reyna að létta aðilum erfið spor í þessum málum og hefur ákveðið að gera það með þessum hætti. Von mín er einnig að þetta skapi meiri vinnufrið hjá lögreglu í þessum málaflokki. Kynferðisbrot fá fullt viðbragð lögreglu og fulla rannsókn eins og ætíð og meðferð þeirra vönduð, málin eru skráð eins og skylt er líkt og önnur sakamál og verða þannig hluti af tölfræði lögreglunnar. Þegar ákæra hefur verið birt eru mál orðin opinber með tilheyrandi vernd fyrir þolendur. Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki. Þið getið alltaf vísað á lögreglu en auðvitað kann sú staða að koma upp að eitthvað verði að ræða við fjölmiðla en það er þá undantekning og aðeins lögreglu að koma slíkum upplýsingum á framfæri. Virðingarfyllst Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.“
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira