Erlent

Einn lést í Calais

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að veita sjö milljónir punda til neyðaraðstoðar vegna flóttamannavandans í frönsku hafnarborginni Calais. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lofaði því í gær að gera allt sem í hans valdi stæði til að vinna bug á þeim mikla vanda sem í borginni ríkir.

Í gær reyndu um tvö þúsund flóttamenn að komast til Bretlands í gegnum Ermasundsgöngin í Calais, og reyndi mikill fjöldi að ryðja sér leið inn í umferðarmiðstöðina í borginni, þar sem einn lést og nokkrir slösuðust.  Kalla þurfti til franska herinn vegna atviksins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×