Alþjóðaólympíunefndin, IOC, er bjartsýn á að önnur bandarísk borg bjóðist til að halda Ólympíuleikana 2024, en í gær dró Boston umsókn sína til baka.
Boston hætti við að reyna að halda leikana vegna þess að skattgreiðendur hafa ekki efni á að halda svona stóran viðburð í borginni.
Þetta áfall bættist við áfallið sem Ólympíunefndin varð fyrir þegar fjórar borgir drógu umsókn sína um að halda Vetrarólympíuleikana 2022 til baka.
Nú standa aðeins Peking í Kína og Almaty í Kasakstan eftir, en önnur hvor þeirra verður valin til að halda vetrarleikana 2022 síðar í vikunni.
Umsóknarfrestur fyrir sumarleikana 2024 er 15. september, en nú þegar hafa Hamborg, París, Róm og Búdapest sóst eftir því að halda Ólympíuleikana eftir níu ár.
„Bandaríska Ólympíunefndin hefur gert okkur það ljóst að hún vill að bandarísk borg haldi leikana 2024. Við vonumst til að Bandaríkin geri það rétta í stöðunni og sendi fram sterkan umsækjenda fyrir 15. september,“ segir Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Vonast til að önnur bandarísk borg bjóðist til að halda ÓL 2024
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti