Ragnheiður Elín verulega ósátt við skrif á Kjarnanum Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2015 00:01 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Vísir/GVA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er vægast sagt ósátt við vefmiðilinn Kjarnann en hún lét þá skoðun sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Málið varðar Pælingu dagsins sem birtist á Kjarnanum í morgun undir fyrirsögninni: Gott fyrir Ragnheiði Elínu að laun hennar eru ekki árangurstengd. Þar er rifjuð upp sú staðreynd að Ragnheiður Elín er tekjuhæsti alþingismaðurinn með rúmar 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Er ráðherratíð Ragnheiðar Elínar sögð einkennast af vandræðagangi og „kjördæmapoti“. Er Ragnheiður jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa sagt að sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í uppnám. Segir Kjarninn þess afsökun Ragnheiðar Elínar ekki halda vatni enda hafi fjölgun ferðamanna ekki komið neinum á óvart. „Sá eini sem er í sjokki yfir fjölgun ferðamanna er ferðamálaráðherrann sjálfur, sem er eilítið spaugilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa varið háum fjármunum í að laða þá til sérstaklega landsins,“ segir í Pælingu dagsins á vef Kjarnans. Ragnheiður segist ekki geta orða bundist vegna þessa skrifa á vef Kjarnans. „Auðvitað var pistillinn (eins og flestir rætnir pistlar) nafnlaus og skrifaður undir heitinu “Pæling dagsins”.“ Hún ítrekar að henni gæti ekki verið meira sama um það hvort þessum tiltekna pistlahöfundi líki við hana eða ekki. „Og hann má hafa allar skoðanir á mér og mínum verkum. Ég vil hins vegar gera nokkrar efnislegar athugasemdir við pistilinn.“ Ragnheiður segist hvorki vera í „sjokki“ yfir fjölgun ferðamanna til landsins né heldur að þessi fjölgun hafi komið henni á óvart. Hún segir meiri fjármunum hafa verið varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum en á síðustu tveimur árum, síðan núverandi ríkisstjórn tók við. „Það er t.d. mun meira en síðasta ríkisstjórn gerði, sem er þá væntanlega sú ríkisstjórn sem pistlahöfundur er að gagnrýna þegar hann talar um hversu “spaugilegt” það er að fjölgun ferðamanna komi stjórnvöldum á óvart þegar stórum fjárhæðum hefur verið varið í að laða sömu ferðamenn til landsins. Frá því að ég tók við embætti hefur a.m.k. mun meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða en til markaðsstarfs.“ Hún segir Kjarnann gera ummæli hennar í fréttum Ríkisútvarpsins að umtalsefni þegar hún lýsti því að Íslendingar hefðu verið teknir í bólinu varðandi fjölgun ferðamanna. „Þar var ég að bregðast við spurningunni um það hvort við hefðum ekki átt að byrja löngu fyrr? Jú, auðvitað hefðu við ( sem Íslendingar, sem stjórnvöld, sem ferðaþjónusta) átt að gera það fyrr, t.d. á síðasta kjörtímabili, þar síðasta og jafnvel því á undan, þegar allar þessar spár lágu fyrir. Og hvað? Færir það okkur fram í umræðunni ef ég myndi nú leggja alla áhersluna á að finna einhvern annan í fortíðinni sem hefði átt að gera eitthvað annað og miklur meira og miklu fyrr?,“ spyr Ragnheiður sem svarar jafnframt spurningunni með því að segja að svo er ekki. Hún segist frekar vilja ræða það sem gert hefur verið á síðustu tveimur árum í sinni tíð. Hún segist hafa sett ferðamálin í forgang frá upphafi og segir fjölmörg önnur verkefni í gangi fyrir utan aukið fjármagn til innviðauppbyggingar. „Og aftur að nafnlausa pistlinum, en þar er aðeins vikið að stefnumótuninni og sagt að steininn hafi tekið úr í vandræðagangi mínum þegar ég hafi sagt að “sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótum í ferðaþjónustu í uppnám”? (Ég tek sérstaklega fram að stafsetningarvillurnar eru þeirra). En þetta er algjör uppspuni – ég hef bara hvergi sagt þetta og skil hreinlega ekki við hvað er átt.“ Hún segir að sér finnist það hundfúlt að náttúrupassinn hafi ekki orðið að lögum en vinna þurfi málið út frá þeim möguleika. Hún segir pistlahöfund Kjarnans mega kalla það vandræðagang ef hann vill. „Það væri samt kannski málefnalegra og málinu meira til framdráttar ef hann legði sitt til málanna og kæmi með sína tillögu.“Stundum þarf að skrifa langa pistla. Ég þurfti þess núna.Pæling vegna pælingar dagsins.Það fylgir þátttöku í pólitík...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, July 26, 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er vægast sagt ósátt við vefmiðilinn Kjarnann en hún lét þá skoðun sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Málið varðar Pælingu dagsins sem birtist á Kjarnanum í morgun undir fyrirsögninni: Gott fyrir Ragnheiði Elínu að laun hennar eru ekki árangurstengd. Þar er rifjuð upp sú staðreynd að Ragnheiður Elín er tekjuhæsti alþingismaðurinn með rúmar 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Er ráðherratíð Ragnheiðar Elínar sögð einkennast af vandræðagangi og „kjördæmapoti“. Er Ragnheiður jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa sagt að sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í uppnám. Segir Kjarninn þess afsökun Ragnheiðar Elínar ekki halda vatni enda hafi fjölgun ferðamanna ekki komið neinum á óvart. „Sá eini sem er í sjokki yfir fjölgun ferðamanna er ferðamálaráðherrann sjálfur, sem er eilítið spaugilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa varið háum fjármunum í að laða þá til sérstaklega landsins,“ segir í Pælingu dagsins á vef Kjarnans. Ragnheiður segist ekki geta orða bundist vegna þessa skrifa á vef Kjarnans. „Auðvitað var pistillinn (eins og flestir rætnir pistlar) nafnlaus og skrifaður undir heitinu “Pæling dagsins”.“ Hún ítrekar að henni gæti ekki verið meira sama um það hvort þessum tiltekna pistlahöfundi líki við hana eða ekki. „Og hann má hafa allar skoðanir á mér og mínum verkum. Ég vil hins vegar gera nokkrar efnislegar athugasemdir við pistilinn.“ Ragnheiður segist hvorki vera í „sjokki“ yfir fjölgun ferðamanna til landsins né heldur að þessi fjölgun hafi komið henni á óvart. Hún segir meiri fjármunum hafa verið varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum en á síðustu tveimur árum, síðan núverandi ríkisstjórn tók við. „Það er t.d. mun meira en síðasta ríkisstjórn gerði, sem er þá væntanlega sú ríkisstjórn sem pistlahöfundur er að gagnrýna þegar hann talar um hversu “spaugilegt” það er að fjölgun ferðamanna komi stjórnvöldum á óvart þegar stórum fjárhæðum hefur verið varið í að laða sömu ferðamenn til landsins. Frá því að ég tók við embætti hefur a.m.k. mun meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða en til markaðsstarfs.“ Hún segir Kjarnann gera ummæli hennar í fréttum Ríkisútvarpsins að umtalsefni þegar hún lýsti því að Íslendingar hefðu verið teknir í bólinu varðandi fjölgun ferðamanna. „Þar var ég að bregðast við spurningunni um það hvort við hefðum ekki átt að byrja löngu fyrr? Jú, auðvitað hefðu við ( sem Íslendingar, sem stjórnvöld, sem ferðaþjónusta) átt að gera það fyrr, t.d. á síðasta kjörtímabili, þar síðasta og jafnvel því á undan, þegar allar þessar spár lágu fyrir. Og hvað? Færir það okkur fram í umræðunni ef ég myndi nú leggja alla áhersluna á að finna einhvern annan í fortíðinni sem hefði átt að gera eitthvað annað og miklur meira og miklu fyrr?,“ spyr Ragnheiður sem svarar jafnframt spurningunni með því að segja að svo er ekki. Hún segist frekar vilja ræða það sem gert hefur verið á síðustu tveimur árum í sinni tíð. Hún segist hafa sett ferðamálin í forgang frá upphafi og segir fjölmörg önnur verkefni í gangi fyrir utan aukið fjármagn til innviðauppbyggingar. „Og aftur að nafnlausa pistlinum, en þar er aðeins vikið að stefnumótuninni og sagt að steininn hafi tekið úr í vandræðagangi mínum þegar ég hafi sagt að “sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótum í ferðaþjónustu í uppnám”? (Ég tek sérstaklega fram að stafsetningarvillurnar eru þeirra). En þetta er algjör uppspuni – ég hef bara hvergi sagt þetta og skil hreinlega ekki við hvað er átt.“ Hún segir að sér finnist það hundfúlt að náttúrupassinn hafi ekki orðið að lögum en vinna þurfi málið út frá þeim möguleika. Hún segir pistlahöfund Kjarnans mega kalla það vandræðagang ef hann vill. „Það væri samt kannski málefnalegra og málinu meira til framdráttar ef hann legði sitt til málanna og kæmi með sína tillögu.“Stundum þarf að skrifa langa pistla. Ég þurfti þess núna.Pæling vegna pælingar dagsins.Það fylgir þátttöku í pólitík...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, July 26, 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira