Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2015 22:00 Hamilton ánægður með að vera á ráspól, skiljanlega. vísir/getty Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. "Mér líður alltaf vel hérna, þetta er líkamlega og tæknilega erfið braut. Það er erfitt að stilla bílnum rétt upp en ég held að við höfum byrjað helgina vel og séum því á réttri braut fyrir framhaldið. Lítil skref eru lykillinn að réttri uppstillingu,“ sagði Hamilton. "Ég veit ekki alveg hvað klikkaði, það var erfitt að finna lausn á þessu og bíllinn kom mér mikið á óvart. Ég var ekki undirbúinn undir þessi vandamál,“ sagði frekar pirraður Nico Rosberg sem ræsir annar á Mercedes bílnum. "Red Bull hafa tekið stórt framfararskref og eru greinilega nær Mercedes. Við náðum samt að vera á undan þeim í tímatökunni svo við erum enn hraðari en þeir,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á Ferrari bílnum á morgun. "Ég missti af æfingatíma í morgun vegna bilunar og því var tímatakan talsverð óvissa. Við erum í þriðja og fimmta sæti svo það er ekkert stórslys, þetta hefði getað farið mikið verr,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fimmti á Ferrari bílnum á morgun. Daniel Ricciardo sagði að nú væri áreiðanleikinn kominn hjá Renault, nú getur Red Bull bíllinn farið að njóta sín. Ricciardo tókst að skjóta sér inn á milli Ferrari bílana og ræsir fjórði á morgun. "Ég elska kappakstur í öllum myndum. Ég hef virkilega gaman af verkefninu sem ég er hluti af með McLaren-Honda. Auðvitað eru aðrir flokkar kappaksturs heillandi starfsvettvangur. Formúla 1 er ekki eins skemmtileg núna og áður og ekki eins spennandi að keyra bílana,“ sagði Fernando Alonso sem ýtti biluðum McLaren bíl sínum lokametrana í tímatökunni. Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. "Mér líður alltaf vel hérna, þetta er líkamlega og tæknilega erfið braut. Það er erfitt að stilla bílnum rétt upp en ég held að við höfum byrjað helgina vel og séum því á réttri braut fyrir framhaldið. Lítil skref eru lykillinn að réttri uppstillingu,“ sagði Hamilton. "Ég veit ekki alveg hvað klikkaði, það var erfitt að finna lausn á þessu og bíllinn kom mér mikið á óvart. Ég var ekki undirbúinn undir þessi vandamál,“ sagði frekar pirraður Nico Rosberg sem ræsir annar á Mercedes bílnum. "Red Bull hafa tekið stórt framfararskref og eru greinilega nær Mercedes. Við náðum samt að vera á undan þeim í tímatökunni svo við erum enn hraðari en þeir,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á Ferrari bílnum á morgun. "Ég missti af æfingatíma í morgun vegna bilunar og því var tímatakan talsverð óvissa. Við erum í þriðja og fimmta sæti svo það er ekkert stórslys, þetta hefði getað farið mikið verr,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fimmti á Ferrari bílnum á morgun. Daniel Ricciardo sagði að nú væri áreiðanleikinn kominn hjá Renault, nú getur Red Bull bíllinn farið að njóta sín. Ricciardo tókst að skjóta sér inn á milli Ferrari bílana og ræsir fjórði á morgun. "Ég elska kappakstur í öllum myndum. Ég hef virkilega gaman af verkefninu sem ég er hluti af með McLaren-Honda. Auðvitað eru aðrir flokkar kappaksturs heillandi starfsvettvangur. Formúla 1 er ekki eins skemmtileg núna og áður og ekki eins spennandi að keyra bílana,“ sagði Fernando Alonso sem ýtti biluðum McLaren bíl sínum lokametrana í tímatökunni.
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira