Klepp og Kristianstad unnu góða sigra í norsku og sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Kristianstad.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö af mörkum Kristianstad í 3-1 sigri á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni, en bæði mörk Margrétar komu á fyrstu 23. mínútunum.
Kristanstad er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig, en Margrét Lára spilaði fyrstu 79. mínúturnar. Systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, spilaði allan leikinn. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad.
Klepp, lærimeyjar FH-ingsins Jóns Páls Pálmasonar, unnu 2-0 sigur á Amazon Grimstad í norsku úrvalsdeildinni í dag, en með sigrinum skaust Klepp í annað sæti deildarinnar.
Gry Tofte Ims og Hege Hansen voru á skotskónum fyrir Klepp, en Katrín Ásbjörnsdóttir fór af velli í síðari hálfleik vegna meiðsla.
Margrét Lára með tvö í sigri Kristianstad | Klepp í annað sætið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti


Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti


