Mercedes hefur nú náð bíl á ráspól í 21 keppni í röð.
Flestir ökumenn byrjuðu á meðal hörðum dekkjum í fyrstu lotu. McLaren fór beint út á mjúkum dekkjum, aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Mjúku dekkin eru tveimur sekúndum fljótari á hverjum hring en meðal hörðu dekkin í Ungverjalandi.
Rosberg varð annar í fyrstu lotu á eftir Hamilton. Rosberg kvartaði stöðugt yfir gripskorti og ójafnvægi í bílnum.
Jenson Button á McLaren, Marcus Ericsson og Felipe Nasr á Sauber og Roberto Merhi og Will Stevens á Manor duttu allir út í fyrstu lotu.
Fernando Alonso komst í aðra lotu en þá bilaði vélin. Rauðum flöggum var veifað og tímatakan stöðvuð. Alonso ýtti bíl sínum inn á þjónustusvæðið við mikinn fögnuð áhorfenda.

Eftir fyrsta tímatökun hringinn í þriðju lotunni var Mercedes með fremstu rásröðina í hendi sér. Þá var spurningin einungis hvor ökumaður Mercedes yrði á ráspól. Rosberg átti ekki svör við hraða Hamilton.
Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar um leið og þau koma.