Tuttugu efstu greiða á við 730 meðallaun fiskverkafólks í skatt Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 19:15 Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43