Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2015 19:27 Veiðitölurnar sem Landssamband Veiðifélaga birti í gær sýna svo ekki verður um villst að sumarið sé hingað til yfir meðallagi. Það er nóg inni fyrir þetta til að breytast ennþá frekar því mikill lax er að ganga í árnar á vestur og suðurlandi ásamt því að norðurland er hægt og rólega að detta inn. Tímabilið fór heldur seinna af stað um allt land svo þetta er alveg eðlilegt ástand. Þegar gluggað er í tölurnar og skoðað hvað er á bak við þær, t.d. veiddir laxar á stöng, ber Laxá á Ásum höfuð og herðar yfir hinar árnar en í liðinni viku er dagsveiðin á stöngina 17 laxar og það er ekki líklegt að nokkur önnur á á Íslandi skili álíka veiði. Það er líka nokkuð magnað að sjá hvað það veiðist vel í Blöndu en hún er komin í 1638 laxa og þar af gaf liðin vika 645 laxa. Núna þegar vika er eftir af júlí er staðan í Blöndulóni lág svo það gæti verið mánuður eftir af veiðitímanum í Blöndu en miðað við þau aflabrögð sem eru núna er ekki spurning hvort Blanda fari yfir 2000 laxa heldur hvenær. Veiðimenn við bakkana þar nyrðra eru meira segja að gæla við að áin gæti ná 2500 löxum og það er ekkert óraunhæft miðað við 645 laxa viku núna. Hún gæti jafnvel flogið hærra. Næstu tvær vikurnar eiga ,að því gefnu að veðrið verði veiðimönnum í hag, eftir að vera mjög góðar miðað við ástandið í ánum en mikið af laxi er að ganga, árnar flestar í góðu vatni og skárri veðurspá en síðustu tvær vikurnar. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðitölurnar sem Landssamband Veiðifélaga birti í gær sýna svo ekki verður um villst að sumarið sé hingað til yfir meðallagi. Það er nóg inni fyrir þetta til að breytast ennþá frekar því mikill lax er að ganga í árnar á vestur og suðurlandi ásamt því að norðurland er hægt og rólega að detta inn. Tímabilið fór heldur seinna af stað um allt land svo þetta er alveg eðlilegt ástand. Þegar gluggað er í tölurnar og skoðað hvað er á bak við þær, t.d. veiddir laxar á stöng, ber Laxá á Ásum höfuð og herðar yfir hinar árnar en í liðinni viku er dagsveiðin á stöngina 17 laxar og það er ekki líklegt að nokkur önnur á á Íslandi skili álíka veiði. Það er líka nokkuð magnað að sjá hvað það veiðist vel í Blöndu en hún er komin í 1638 laxa og þar af gaf liðin vika 645 laxa. Núna þegar vika er eftir af júlí er staðan í Blöndulóni lág svo það gæti verið mánuður eftir af veiðitímanum í Blöndu en miðað við þau aflabrögð sem eru núna er ekki spurning hvort Blanda fari yfir 2000 laxa heldur hvenær. Veiðimenn við bakkana þar nyrðra eru meira segja að gæla við að áin gæti ná 2500 löxum og það er ekkert óraunhæft miðað við 645 laxa viku núna. Hún gæti jafnvel flogið hærra. Næstu tvær vikurnar eiga ,að því gefnu að veðrið verði veiðimönnum í hag, eftir að vera mjög góðar miðað við ástandið í ánum en mikið af laxi er að ganga, árnar flestar í góðu vatni og skárri veðurspá en síðustu tvær vikurnar.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði