Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik, hætti keppni eftir sex holur á Íslandsmótinu í golfi í dag.
Björgvin er krabbameinsveikur og í miðri lyfjamiðferð, en honum var engu að síður meinað að notað golfbíl á mótinu.
Í viðtali við Morgunblaðið sagðist hann ætla að reyna að ganga eins og hann gæti og láta reyna á þetta, en Björgvin hóf leik rétt fyrir hálf tíu í morgun.
Björgvin fór illa af stað og fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu og tvöfaldanskolla á tveimur næstu holum. Hann hætti svo leik eftir sex holur.
Þessi 62 ára gamli kylfingur var a keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð, en hann er ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni og landsliðsþjálfaranum Úlfari Jónssyni eini maðurinn sem unnið hefur mótið sex sinnum.
Björgvin hætti keppni eftir sex holur
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn


Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn