Ísland tekur á móti fimmtíu flóttamönnum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2015 12:19 Ísland hleypur undir bagga með Grikklandi og Ítalíu og ætlar að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu í október. vísir/epa Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki. Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki.
Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03