Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. júlí 2015 12:45 Aðalmenn CrossFit Reykjavíkur ásamt varamönnum. mynd/instagramsíða liðsins Upphitun Vísis fyrir Heimsleikana í CrossFit heldur áfram en nú er komið að liði CrossFit Reykjavíkur. Í gær kynnti Vísir til leiks þá íslensku einstaklinga sem taka þátt. Lið CrossFit Reykjavíkur samanstendur af sex aðalmönnum og tveimur varamönnum. Liðið vann sér inn þátttökurétt með því að ljúka keppni í þriðja sæti Evrópu-Afríkuriðilsins í vor. Hægt er að fylgjast með liðinu á Instragram og á Facebook. Líkt og með einstaklingskeppnina vita liðin ekki nákvæmlega hvað bíður þeirra. Aðeins er búið að gefa út þrjár keppnisgreinar, staðsetningu fjögurra en alger óvissa ríkir um hvað bíður keppenda á fimmtudeginum. Athygli hefur vakið að undanförnu að margir sem áður kepptu í einstaklingsflokki hafa ákveðið að snúa sér að liðakeppninni. Þeirra á meðal má nefna margfaldann meistara í Rich Froning og hans helsta keppinaut í gegnum árin, Jason Khalipa. Stigagjöfin er mismunandi eftir greinum og undanfarin ár hefur það tíðkast að allir meðlimir hvers liðs keppi í öllum greinum og verður að teljast líklegt að svo verði áfram á leikunum í ár. Annars er aldrei neitt öruggt þegar CrossFit er annars vegar, sér í lagi ekki á Heimsleikunum. A photo posted by Anna Hulda Ólafsdóttir (@annahuldaolafs) on Jul 18, 2015 at 2:36am PDTAnna Hulda Ólafsdóttir – 30 ára Anna Hulda er Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum, skandinavískur meistari í „strongman“ og hefur hlotið titilinn lyftingakona ársins þrjú ár í röð. Hún lenti í 9. sæti á EM einstaklinga í Crossfit í fyrra og þegar hún er ekki að lyfta lóðum leggur hún stund á doktorsnám í iðnaðarverkfræði.Styrkleikar og veikleikar: Ásamt ólympísku lyftingunum var Anna lengi í fimleikum og hefur sá grunnur nýst henni vel í CrossFit. Þátttakendur Heimsleikanna vita aldrei við hverju er að búast og hefur hún unnið að því að bæta sig í sundi og hlaupum fyrir keppnina. A photo posted by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Jun 21, 2015 at 10:26am PDTHinrik Ingi Óskarsson – 20 ára Hinrik er ynsti meðlimur liðsins en hann hafði unnið sér inn að geta keppt sem einstaklingur í undankeppninni. Hann ákvað engu að síður að fara frekar með liðinu og er mættur til keppni á Heimsleikunum. Áður var hann í knattspyrnu og mótorcross en hefur nú snúið sér að CrossFit.Styrkleikar og veikleikar: Það sem tengist ólympískum lyftingum og fimleikum er í uppáhaldi hjá Hinrik en hins vegar er hann ekki hrifinn af „double under“ sippi. Hluti af undirbúningi hans hefur farið í að bæta sig í sundi og hlaupi. A photo posted by Jakobina Jonsdottir (@jakobinaj) on Jun 4, 2015 at 8:48am PDTJakobína Jónsdóttir – 29 ára Jakobína er á leið á sína þriðju Heimsleika með liði en hún fór einnig árin 2012 og 2013. Árið 2012 varð liðið Evrópumeistari en í þriðja sæti ári síðar. Í ár varð niðurstaðan annað sæti.Styrkleikar og veikleikar: Ólíkt mörgum öðrum sem leggja stund á CrossFit æfði Jakobína lengi sund. Það mun líklega nýtast henni vel. Miklar þyngdir hafa stundum háð henni og hefur hún unnið að því að styrkja sig fyrir komandi átök. A photo posted by @arnarw on Mar 9, 2015 at 10:30am PDTArnar Sigurðsson – 27 ára Arnar keppti sem einstaklingur á EM í CrossFit árin 2012 og 2014 en með liði CrossFit Stöðvarinnar árið 2013. Það lið tók þátt í Heimsleikunum. Hann er lögfræðingur auk þess þjálfar hann aðra í CrossFit.Styrkleikar og veikleikar: Það er óvíst hvort fyrri íþróttir nýtist Arnari á Heimsleikunum því hann þótti öflugur skákmaður á árum áður. Arnar er mikill hlaupagikkur og á mjög auðvelt með að grípa til þeirra dugi skákin ekki til. A photo posted by Team CFR Virtuosity (@teamcfrvirtuosity) on Jun 23, 2015 at 3:15pm PDTHarpa Dögg Steindórsdóttir – 23 ára Harpa Dögg er nýútskrifuð með BA gráðu í mannfræði og starfar á frístundaheimili og í liðveislu. Í fyrra keppti hún með liði á Evrópuleikunum og aftur nú í ár. Vösk framganga hennar og liðsfélaga hennar skilaði þeim alla leið til Los Angeles.Styrkleikar og veikleikar: Harpa segir sjálf að langar cardio æfingar og æfingar sem tengjast veggjaboltum séu ekki í uppáhaldi hjá sér. Styrkur hennar liggur fyrst og fremst í fimleikaæfingum en þá æfði hún áður en hún sneri sér að CrossFit. A photo posted by Þröstur Ólason (@frostur1) on Jun 2, 2014 at 4:24pm PDTÞröstur Ólafsson – 27 ára Þröstur er margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum og mörg Íslandsmet í ýmsum lyftum eru merkt honum. Árið 2010 varð hann heims- og Evrópumeistari í kraftlyftingum í -105 kílógramma flokki. Meðfram CrossFit þjálfun og keppni vinnur hann með fötluðum börnum.Styrkleikar og veikleikar: Eftir áðurgreindar lýsingar þarf engan að undra að styrkleikar Þrastar liggja í lóðunum. Langar þolæfingar eru ekki í jafnmiklu uppáhaldi og valda honum meiri erfiðleikum. A photo posted by gigjahronn (@gigjahronn) on Jun 10, 2015 at 2:53pm PDTGígja Hrönn Árnadóttir – 33 ára og Stefán Ingi Jóhannsson – 20 ára Gígja og Stefán eru tilbúin á hliðarlínunni ef kallið skyldi koma. Gígja er að fara á sína þriðju leika en hún fór árin 2011 og 2012. Hún á tveggja ára dreng og er CrossFit þjálfari. Stefán er á leið á sína fyrstu heimsleika en hann er á sínu fjórða ári í CrossFit. Stefán starfar hjá Sorpu.Styrkleikar og veikleikar: Gígja var áður í sundi og hefur mikið úthald. Hins vegar eru fimleikaæfingarnar ekki hennar uppáhald. Stefán var á árum áður í unglindalandsliðinu á skíðum og í fótbolta. Hann er afar öflugur þegar kemur að því að lyfta lóðum en hefur mótið bætt sig í sundi. A photo posted by Team CFR Virtuosity (@teamcfrvirtuosity) on Jun 22, 2015 at 9:14am PDT CrossFit Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi Íslendingar rúlluðu upp undankeppninni fyrir Krossfit-leikana nú um helgina. 31. maí 2015 18:08 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Upphitun Vísis fyrir Heimsleikana í CrossFit heldur áfram en nú er komið að liði CrossFit Reykjavíkur. Í gær kynnti Vísir til leiks þá íslensku einstaklinga sem taka þátt. Lið CrossFit Reykjavíkur samanstendur af sex aðalmönnum og tveimur varamönnum. Liðið vann sér inn þátttökurétt með því að ljúka keppni í þriðja sæti Evrópu-Afríkuriðilsins í vor. Hægt er að fylgjast með liðinu á Instragram og á Facebook. Líkt og með einstaklingskeppnina vita liðin ekki nákvæmlega hvað bíður þeirra. Aðeins er búið að gefa út þrjár keppnisgreinar, staðsetningu fjögurra en alger óvissa ríkir um hvað bíður keppenda á fimmtudeginum. Athygli hefur vakið að undanförnu að margir sem áður kepptu í einstaklingsflokki hafa ákveðið að snúa sér að liðakeppninni. Þeirra á meðal má nefna margfaldann meistara í Rich Froning og hans helsta keppinaut í gegnum árin, Jason Khalipa. Stigagjöfin er mismunandi eftir greinum og undanfarin ár hefur það tíðkast að allir meðlimir hvers liðs keppi í öllum greinum og verður að teljast líklegt að svo verði áfram á leikunum í ár. Annars er aldrei neitt öruggt þegar CrossFit er annars vegar, sér í lagi ekki á Heimsleikunum. A photo posted by Anna Hulda Ólafsdóttir (@annahuldaolafs) on Jul 18, 2015 at 2:36am PDTAnna Hulda Ólafsdóttir – 30 ára Anna Hulda er Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum, skandinavískur meistari í „strongman“ og hefur hlotið titilinn lyftingakona ársins þrjú ár í röð. Hún lenti í 9. sæti á EM einstaklinga í Crossfit í fyrra og þegar hún er ekki að lyfta lóðum leggur hún stund á doktorsnám í iðnaðarverkfræði.Styrkleikar og veikleikar: Ásamt ólympísku lyftingunum var Anna lengi í fimleikum og hefur sá grunnur nýst henni vel í CrossFit. Þátttakendur Heimsleikanna vita aldrei við hverju er að búast og hefur hún unnið að því að bæta sig í sundi og hlaupum fyrir keppnina. A photo posted by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Jun 21, 2015 at 10:26am PDTHinrik Ingi Óskarsson – 20 ára Hinrik er ynsti meðlimur liðsins en hann hafði unnið sér inn að geta keppt sem einstaklingur í undankeppninni. Hann ákvað engu að síður að fara frekar með liðinu og er mættur til keppni á Heimsleikunum. Áður var hann í knattspyrnu og mótorcross en hefur nú snúið sér að CrossFit.Styrkleikar og veikleikar: Það sem tengist ólympískum lyftingum og fimleikum er í uppáhaldi hjá Hinrik en hins vegar er hann ekki hrifinn af „double under“ sippi. Hluti af undirbúningi hans hefur farið í að bæta sig í sundi og hlaupi. A photo posted by Jakobina Jonsdottir (@jakobinaj) on Jun 4, 2015 at 8:48am PDTJakobína Jónsdóttir – 29 ára Jakobína er á leið á sína þriðju Heimsleika með liði en hún fór einnig árin 2012 og 2013. Árið 2012 varð liðið Evrópumeistari en í þriðja sæti ári síðar. Í ár varð niðurstaðan annað sæti.Styrkleikar og veikleikar: Ólíkt mörgum öðrum sem leggja stund á CrossFit æfði Jakobína lengi sund. Það mun líklega nýtast henni vel. Miklar þyngdir hafa stundum háð henni og hefur hún unnið að því að styrkja sig fyrir komandi átök. A photo posted by @arnarw on Mar 9, 2015 at 10:30am PDTArnar Sigurðsson – 27 ára Arnar keppti sem einstaklingur á EM í CrossFit árin 2012 og 2014 en með liði CrossFit Stöðvarinnar árið 2013. Það lið tók þátt í Heimsleikunum. Hann er lögfræðingur auk þess þjálfar hann aðra í CrossFit.Styrkleikar og veikleikar: Það er óvíst hvort fyrri íþróttir nýtist Arnari á Heimsleikunum því hann þótti öflugur skákmaður á árum áður. Arnar er mikill hlaupagikkur og á mjög auðvelt með að grípa til þeirra dugi skákin ekki til. A photo posted by Team CFR Virtuosity (@teamcfrvirtuosity) on Jun 23, 2015 at 3:15pm PDTHarpa Dögg Steindórsdóttir – 23 ára Harpa Dögg er nýútskrifuð með BA gráðu í mannfræði og starfar á frístundaheimili og í liðveislu. Í fyrra keppti hún með liði á Evrópuleikunum og aftur nú í ár. Vösk framganga hennar og liðsfélaga hennar skilaði þeim alla leið til Los Angeles.Styrkleikar og veikleikar: Harpa segir sjálf að langar cardio æfingar og æfingar sem tengjast veggjaboltum séu ekki í uppáhaldi hjá sér. Styrkur hennar liggur fyrst og fremst í fimleikaæfingum en þá æfði hún áður en hún sneri sér að CrossFit. A photo posted by Þröstur Ólason (@frostur1) on Jun 2, 2014 at 4:24pm PDTÞröstur Ólafsson – 27 ára Þröstur er margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum og mörg Íslandsmet í ýmsum lyftum eru merkt honum. Árið 2010 varð hann heims- og Evrópumeistari í kraftlyftingum í -105 kílógramma flokki. Meðfram CrossFit þjálfun og keppni vinnur hann með fötluðum börnum.Styrkleikar og veikleikar: Eftir áðurgreindar lýsingar þarf engan að undra að styrkleikar Þrastar liggja í lóðunum. Langar þolæfingar eru ekki í jafnmiklu uppáhaldi og valda honum meiri erfiðleikum. A photo posted by gigjahronn (@gigjahronn) on Jun 10, 2015 at 2:53pm PDTGígja Hrönn Árnadóttir – 33 ára og Stefán Ingi Jóhannsson – 20 ára Gígja og Stefán eru tilbúin á hliðarlínunni ef kallið skyldi koma. Gígja er að fara á sína þriðju leika en hún fór árin 2011 og 2012. Hún á tveggja ára dreng og er CrossFit þjálfari. Stefán er á leið á sína fyrstu heimsleika en hann er á sínu fjórða ári í CrossFit. Stefán starfar hjá Sorpu.Styrkleikar og veikleikar: Gígja var áður í sundi og hefur mikið úthald. Hins vegar eru fimleikaæfingarnar ekki hennar uppáhald. Stefán var á árum áður í unglindalandsliðinu á skíðum og í fótbolta. Hann er afar öflugur þegar kemur að því að lyfta lóðum en hefur mótið bætt sig í sundi. A photo posted by Team CFR Virtuosity (@teamcfrvirtuosity) on Jun 22, 2015 at 9:14am PDT
CrossFit Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi Íslendingar rúlluðu upp undankeppninni fyrir Krossfit-leikana nú um helgina. 31. maí 2015 18:08 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30
Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi Íslendingar rúlluðu upp undankeppninni fyrir Krossfit-leikana nú um helgina. 31. maí 2015 18:08