Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson stóðu vaktina vel þegar Hammarby gerði markalaust jafntefli við Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Leikurinn var í járnum, en Elfsborg var ívið meira með boltann. Heimamenn í Hammarby áttu þó sex skot á markið, en Elfsborg einungis þrjú. Lokatölur 0-0.
Ögmundur var allan tímann í markinu og Birkir Már í hægri bakverðinum hjá Hammarby sem er í ellefta sæti deildarinnar. FH-banarnir í Elfsborg eru í því fjórða, þremur stigum frá toppnum.
Ögmundur og Birkir héldu hreinu gegn Elfsborg
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn




