LBGT fólk í Úganda fór í gleðigöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 23:34 Hinsegin dagar í Úganda náðu hápunkti sínum í dag. vísir/afp Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP. Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP.
Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36