Volkswagen e-Golf ódýrari en Nissan Leaf í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:40 Volkswagen e-Golf SE. Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent
Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent