West Ham datt óvænt út í Rúmeníu | Ragnar og félagar komust áfram 6. ágúst 2015 20:15 Adrian getur sett vegabréfið aftur niður í skúffuna. Það verða engin Evrópuævintýri í ár hjá West Ham. Vísir/Getty Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram) Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira