Chevrolet fylgir Ford í aukinni notkun áls Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 12:35 Chevrolet Silverado. Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Chevrolet hefur birt heilu auglýsingaherferðirnar vestanhafs í því augnamiði að gera grín að Ford vegna nýja Ford F-150 pallbílsins sem að miklum hluta er nú smíðaður úr áli. Því vekur það athygli að Chevrolet og General Motors, eigandi Chevrolet, hefur tilkynnt að það ætli að auka verulega álnotkun í bíla sína á næstunni. Í fyrstu verða það bílgerðirnar Chevrolet Silverado, Chevrolet Tahoe og Cadillac Escalade sem verða smíðaðir að stórum hluta úr áli frá og með 2018 árgerð þeirra. Þetta gerir GM náttúrulega til að létta bílana til muna og stuðla í leiðinni að minni eyðslu þeirra og mengun og með því hlýta sístrangari reglum hins opinbera um lækkandi eyðslu. GM er sagt ætla að eyða 877 milljónum dollara til breytinga á verksmiðjum sínum til að gera þetta mögulegt. Það samsvarar 117 milljörðum króna. Ef til vill mun GM í kjölfarið draga þessar undarlegu auglýsingaherferðir til baka, sem gert hafa grín af álnotkun í bíla.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent