Ættmóðir BMW fjölskyldunnar fellur frá Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 10:04 Johanna Quandt. Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent
Johanna Quandt, ekkja Herbert Quandt, þess manns er bjargaði BMW frá gjaldþroti eftir síðari heimsstyrjöldina, er nú fallin frá 89 ára að aldri. Hún átti 16,7% í BMW, en ásamt börnum hennar tveimur áttu þau samtals 46,8% hlut í þýska bílafyrirtækinu. Hlutur Johanna Quandt deilist nú á milli barnanna tveggja, Stefan Quandt og Susanna Klatten, og á Stefan nú 25,75% og Susanna 20,95%. Johanna Quandt átti hlutafé í BMW að virði 1.535 milljarða króna sem gerði hana að áttundu efnaðasta einstaklingi Þýskalands og var hún í 98. sæti á lista Bloomberg yfir efnaðasta fólks heims. Við fráfall hennar verða börn hennar tvö enn hærri en hún var á þessum lista. Heildarviðri hlutabréfa í BMW er nú 8.718 milljarða króna virði og eiga börn Quandt 46,8% þess, eða 4.080 milljarða króna.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent