Volvo stöðvar sölu 7 sæta XC90 jeppans Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 09:37 Volvo XC90 jeppinn. Volvo sendi í gær tilkynningu til allra söluaðila Volvo bíla að stöðva sölu á 7 sæta útfærslu hins nýja jeppa Volvo XC90. Ástæða þessa er galli í innréttingu bílsins við loftpúðana sem vernda eiga farþega í öftustu sætaröð bílsins. Þeir bílar sem þegar hafa verið seldir verða innkallaðir og á það einnig við þá bíla sem seldir hafa verið hér á landi. Brimborg hefur, að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra, nú þegar afgreitt um 15 bíla. „Um leið og ljóst er hvort þessi innköllun eigi við einhvern þessara bíla þá munum við hafa samband við eigendur umsvifalaust, gera við þeim að kostnaðarlausu og lána þeim bíl á meðan. Ekkert slys hefur orðið að völdum þessa því vandamálið kom í ljós við árekstrarprófanir hjá Volvo. Vandinn felst í því að hluti af klæðningu í innréttingu getur haft áhrif á útblástur gardínuloftpúða við þriðju sætaröðina“, sagði Egill. Innköllun þessi varðar ekki loftpúðana sjálfa og á ekkert skilt við þá stóru innköllun sem varðað hafa loftpúða frá Takata loftpúðaframleiðandanum japanska. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent
Volvo sendi í gær tilkynningu til allra söluaðila Volvo bíla að stöðva sölu á 7 sæta útfærslu hins nýja jeppa Volvo XC90. Ástæða þessa er galli í innréttingu bílsins við loftpúðana sem vernda eiga farþega í öftustu sætaröð bílsins. Þeir bílar sem þegar hafa verið seldir verða innkallaðir og á það einnig við þá bíla sem seldir hafa verið hér á landi. Brimborg hefur, að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra, nú þegar afgreitt um 15 bíla. „Um leið og ljóst er hvort þessi innköllun eigi við einhvern þessara bíla þá munum við hafa samband við eigendur umsvifalaust, gera við þeim að kostnaðarlausu og lána þeim bíl á meðan. Ekkert slys hefur orðið að völdum þessa því vandamálið kom í ljós við árekstrarprófanir hjá Volvo. Vandinn felst í því að hluti af klæðningu í innréttingu getur haft áhrif á útblástur gardínuloftpúða við þriðju sætaröðina“, sagði Egill. Innköllun þessi varðar ekki loftpúðana sjálfa og á ekkert skilt við þá stóru innköllun sem varðað hafa loftpúða frá Takata loftpúðaframleiðandanum japanska.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent