Óttast um líf mikils fjölda flóttamanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2015 20:47 Börn flóttamanna hafa þurft að læra á lífið í nýja landinu - til dæmis hvernig á að nota lestar og aðrar samgöngur. Vísir/EPA Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi. Flóttamenn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi.
Flóttamenn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira