Óttast um líf mikils fjölda flóttamanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2015 20:47 Börn flóttamanna hafa þurft að læra á lífið í nýja landinu - til dæmis hvernig á að nota lestar og aðrar samgöngur. Vísir/EPA Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi. Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi.
Flóttamenn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira