Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í FC Rosengård unnu í kvöld 2-1 útisigur í Íslendingaslag á móti Eskilstuna United í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en þarna mættust tvö efstu lið deildarinnar.
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Eskilstuna United gátu komist í toppsætið með sigri en eftir sigurinn er Rosengård-liðið komið með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.
Sara Björk og Glódís Perla spiluðu báðar allan leikinn en þær eru fastamenn í sínum liðum alveg eins og hjá íslenska landsliðinu.
Vaila Barsley kom Eskilstuna United í 1-0 strax á fimmtándu mínútu leiksins og þannig var staðan í 39 mínútur.
Natasa Andonova afgreiddi leikinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla þegar um klukkutími var liðinn af leiknum. Seinna markið skoraði hún eftir stoðsendingu frá hinni svissnesku Ramonu Bachmann.
Natasa Andonova er fyrirliði makedóníska landsliðsins en Ísland og Makedónía eru einmitt saman í riðli í undankeppni EM 2017.
Eskilstuna-liðið var búið að byrja mjög vel eftir HM-fríið, liðið var taplaust og hafði unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum eftir að mótið hófst á nýjan leik.
Sara Björk hafði betur gegn Glódísi Perlu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




„Manchester er heima“
Enski boltinn