Rifu niður auglýsingar Svíþjóðardemókrata Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. ágúst 2015 21:28 Fjöldi fólks fyllti lestarstöðina Skjáskot Fjöldi mótmælenda ruddist inn í neðanjarðarlestarstað í Östermalm í Stokkhólmi í kvöld og reif niður umdeildar auglýsingar Svíþjóðardemókrata sem beinast gegn innflytjendum, betlurum og erlendum glæpagengjum. Um 200 manns voru saman komnir á lestarstöðinni til að mótmæla skilaboðum Svíþjóðardemókrata. Ríkissaksóknari Svíþjóðar hefur hafið rannsókn á því hvort Svíþjóðardemókratar hafi gerst sekir um hatursáróður eftir auglýsingaherferð þeirra nú um helgina. Svíþjóðardemókratar komu upp auglýsingum í neðanjarðarlestarstöðvum í Stokkhólmi þar sem ferðamenn eru beðnir afsökunar á fjölda betlara í borginni. Í herferðinni eru meðal annars birtar myndir af fólki sofandi á götunni og fullyrt er að allt sé í upplausn í Svíþjóð en ríkisstjórnin aðhafist ekki neitt. Eitt af aðalstefnumálum Svíþjóðardemókrata er að draga úr komu innflytjenda og flóttafólks til Svíþjóðar. En þeim hefur verið legið á hálsi að vera öfgasinnaður og rasískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár en hann vann tólf prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum í fyrra. Í nýjustu skoðanakönnunum má sjá að Svíþjóðardemókratar eru rétt á hælum Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmenn mælast með um 24 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar með 23 prósent. Þá er það í fyrsta skiptið sem Svíþjóðardemókratar komast fram úr hægri flokknum Moderatarna sem mælist með um 20 prósent fylgi.Svona litu auglýsingarnar út áður en þær voru rifnar niður.AFPSååååjaaaa fuck sdPosted by Shimen Reshid Mela on Tuesday, August 4, 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjöldi mótmælenda ruddist inn í neðanjarðarlestarstað í Östermalm í Stokkhólmi í kvöld og reif niður umdeildar auglýsingar Svíþjóðardemókrata sem beinast gegn innflytjendum, betlurum og erlendum glæpagengjum. Um 200 manns voru saman komnir á lestarstöðinni til að mótmæla skilaboðum Svíþjóðardemókrata. Ríkissaksóknari Svíþjóðar hefur hafið rannsókn á því hvort Svíþjóðardemókratar hafi gerst sekir um hatursáróður eftir auglýsingaherferð þeirra nú um helgina. Svíþjóðardemókratar komu upp auglýsingum í neðanjarðarlestarstöðvum í Stokkhólmi þar sem ferðamenn eru beðnir afsökunar á fjölda betlara í borginni. Í herferðinni eru meðal annars birtar myndir af fólki sofandi á götunni og fullyrt er að allt sé í upplausn í Svíþjóð en ríkisstjórnin aðhafist ekki neitt. Eitt af aðalstefnumálum Svíþjóðardemókrata er að draga úr komu innflytjenda og flóttafólks til Svíþjóðar. En þeim hefur verið legið á hálsi að vera öfgasinnaður og rasískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár en hann vann tólf prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum í fyrra. Í nýjustu skoðanakönnunum má sjá að Svíþjóðardemókratar eru rétt á hælum Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmenn mælast með um 24 prósenta fylgi og Svíþjóðardemókratar með 23 prósent. Þá er það í fyrsta skiptið sem Svíþjóðardemókratar komast fram úr hægri flokknum Moderatarna sem mælist með um 20 prósent fylgi.Svona litu auglýsingarnar út áður en þær voru rifnar niður.AFPSååååjaaaa fuck sdPosted by Shimen Reshid Mela on Tuesday, August 4, 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira