Það gengur allt á afturfótunum hjá Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en í dag tapaði liðið 6-0 fyrir IFK Göteborg.
Þetta var fyrsti sigur Göteborg í fimm leikjum en með sigrinum komst liðið á topp deildarinnar. Hjálmar Jónsson sat allan tímann á varamannabekk Göteborg.
Eiður Aron Sigurbjörnsson var í byrjunarliði Örebro en fór af velli á 21. mínútu. Þá var staðan 2-0 fyrir Göteborg.
Hjörtur Logi Valgarðsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu í liði Örebro sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Þá vann Elfsborg 2-0 sigur á Halmstads og fyrr í dag vann AIK Norrköping, 1-2, á útivelli.

