Þessir eru taldir líklegastir til að hreppa útnefningu Repúblikana Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 15:47 Donald Trump mælist nú með mest fylgi meðal þeirra sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP „Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
„Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira