Sex leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sigurganga Lilleström heldur áfram en liðið vann sinn fjórða leik í röð þegar það bar 1-3 sigurorð af Kolbotn á útivelli.
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Lilleström en landsliðsmarkvörðurinn hefur leikið alla leiki liðsins í deildinni á þessu tímabili. Markið sem Kolbotn skoraði í leiknum í dag er aðeins fjórða markið sem Guðbjörg fær á sig í sumar.
Lilleström er með 30 stig á toppi deildarinnar, átta stigum á undan Avaldsnes sem vann 0-1 sigur á Vålerenga í dag.
Hólmfríður Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Avaldsnes en Þórunn Helga Jónsdóttir kom ekkert við sögu.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Stabæk sem vann 2-3 sigur á Amazon Grimstad, næstneðsta liði deildarinnar. Stabæk er í 7. sæti með 12 stig en liðið á tvo leiki inni á flest lið deildarinnar.
Katrín Ásbjörnsdóttir lék ekki með Klepp sem steinlá, 4-1, fyrir Röa Fotball Elite á útivelli.
Norska landsliðskonan María Þórisdóttir Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, lék allan leikinn fyrir Klepp sem er í 4. sæti deildarinnar með 19 stig. Jón Páll Pálmason er þjálfari liðsins.
Guðbjörg og stöllur hennar óstöðvandi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti