Klepp og Avaldsnes skildu jöfn, 1-1, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Hólmfríður Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Avaldsnes sem komst yfir með marki Cecilie Pedersen tveimur mínútum fyrir hálfleik.
En Hege Hansen tryggði Klepp stig þegar hún jafnaði metin á 68. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut.
Þórunn Helga Jónsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Avaldsnes en María Þórisdóttir fór meidd af velli á 26. mínútu í liði Klepp sem Jón Páll Pálmason stýrir.
Avaldsnes er í 2. sæti deildarinnar með 27 stig, sjö stigum á eftir toppliði Lilleström. Klepp er í 3. sætinu með 26 stig.
Jafnt í Íslendingaslag í norsku deildinni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
