Hraðatakmörkun á Nürburgring aflétt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:24 Gamlir keppnisbílar glíma við Nürburgring brautina. Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent
Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent