Toyota hættir framleiðslu Land Cruiser í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 16:09 Toyota Land Cruiser. Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent