Milljón bíla sala á Spáni í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:16 Seat Leon. Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent
Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent