Skoða nú áhrif á rauðu strikin Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Niðurstaða gerðardóms í kjaramálum hjúkrunarfræðinga er um fimm prósentustigum yfir því sem samninganefnd ríkisins hafði boðið stéttinni. vísír/vilhelm Unnið er að því að greina áhrif gerðardóms um kjör fólks í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna (BHM) á fjárhag og áætlanir Landspítalans. Þá er óvissa um hvort gerðardómur fer út fyrir þau mörk sem sett voru í samningum á almenna markaðnum í sumar. Þar eru ákvæði um að samningar séu lausir ef launaskrið annarra hópa verður meira en þar er kveðið á um. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við því að greining á kostnaðarauka spítalans liggi fyrir um eða eftir miðja vikuna, en dæmið sé flókið, enda um marga hópa starfsmanna að ræða. Ekki liggur því fyrir hvernig spítalinn kemur til með að mæta auknum kostnaði, en venja sé hins vegar fyrir því að ríkið bæti stofnunum sínum kostnað sem þær verða fyrir vegna kjarasamninga.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir verið að taka saman gögn um hver áhrif ákvörðunar gerðardóms kunni að vera á samninga á almenna markaðnum. Í ákvörðun gerðardóms eru til að mynda ekki ákvæði um stiglækkandi prósentuhækkanir eftir því sem fólk er hærra í launum, líkt og samið var um á almenna markaðnum. „Ég minni á að opnunarákvæði hjá okkur er ekki fyrr en í febrúar, en samt sem áður fylgjumst við grannt með og skoðum með tilliti til okkar hópa.“ Hún segir að í fljótu bragði sýnist henni þó sem niðurstaðan auki líkur á að opnunarákvæði í samningum á almenna markaðnum verði virkjað eftir áramót. „En skynsamlegast er að skoða þessar niðurstöður í heild sinni,“ segir hún. Nokkur munur sé á gerðardómi vegna BHM og hjúkrunarfræðinga, en ákvörðun vegna BHM gildir í tvö ár en fjögur vegna hjúkrunarfræðinga. Þegar komi að heildstæðu kostnaðarmati í febrúar þá sé grundvallaratriði að hér verði kaupmáttaraukning, að aðrir hópar fari ekki fram úr almenna markaðnum og að ríkisstjórnin standi við sín loforð. „Þá þurfum við að skoða þetta allt í samhengi.“Ólafur G. SkúlasonBHM kynnti niðurstöðu gerðardóms á almennum fundi á Hilton hóteli Nordica í gærkvöldi, en forráðamenn félagsins hafa lýst ánægju með niðurstöðuna, þar sem meðal annars er tekið tillit til krafna um launahækkanir vegna menntunar. Í kvöld er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með sambærilegan fund á Grand hóteli í Reykjavík. Þá upplýstu hjúkrunarfræðingar í gær að ákveðið hefði verið að falla frá málarekstri á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir þeirra. Það segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, hafa verið gert vegna þess að í dómi Hæstaréttar varðandi BHM hafi verið svarað mörgum þáttum í málshöfðun hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins lýsi hins vegar vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem telji ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með slíkri lagasetningu. Félagið telji vafa leika á því sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hvað varðar niðurstöðu gerðardóms segir Ólafur hana hafa verið betri en búist hafi verið við. Hjúkrunarfræðingar hafi búið sig undir niðurstöðu á svipuðum nótum og samninganefnd ríkisins hafði boðið og búið var að hafna. „Það tilboð hljóðaði upp á 18,6 prósent að meðaltali, en þessi niðurstaða er upp á um 25 prósenta hækkun að meðaltali á þessum fjórum árum,“ segir hann, en úrskurðurinn gildir til mars 2019, um þrjá mánuði fram yfir gildistíma samninga á almenna markaðnum. „Úrskurðurinn held ég að sé eins góður og hann gat orðið miðað við aðstæður,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Unnið er að því að greina áhrif gerðardóms um kjör fólks í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna (BHM) á fjárhag og áætlanir Landspítalans. Þá er óvissa um hvort gerðardómur fer út fyrir þau mörk sem sett voru í samningum á almenna markaðnum í sumar. Þar eru ákvæði um að samningar séu lausir ef launaskrið annarra hópa verður meira en þar er kveðið á um. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við því að greining á kostnaðarauka spítalans liggi fyrir um eða eftir miðja vikuna, en dæmið sé flókið, enda um marga hópa starfsmanna að ræða. Ekki liggur því fyrir hvernig spítalinn kemur til með að mæta auknum kostnaði, en venja sé hins vegar fyrir því að ríkið bæti stofnunum sínum kostnað sem þær verða fyrir vegna kjarasamninga.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir verið að taka saman gögn um hver áhrif ákvörðunar gerðardóms kunni að vera á samninga á almenna markaðnum. Í ákvörðun gerðardóms eru til að mynda ekki ákvæði um stiglækkandi prósentuhækkanir eftir því sem fólk er hærra í launum, líkt og samið var um á almenna markaðnum. „Ég minni á að opnunarákvæði hjá okkur er ekki fyrr en í febrúar, en samt sem áður fylgjumst við grannt með og skoðum með tilliti til okkar hópa.“ Hún segir að í fljótu bragði sýnist henni þó sem niðurstaðan auki líkur á að opnunarákvæði í samningum á almenna markaðnum verði virkjað eftir áramót. „En skynsamlegast er að skoða þessar niðurstöður í heild sinni,“ segir hún. Nokkur munur sé á gerðardómi vegna BHM og hjúkrunarfræðinga, en ákvörðun vegna BHM gildir í tvö ár en fjögur vegna hjúkrunarfræðinga. Þegar komi að heildstæðu kostnaðarmati í febrúar þá sé grundvallaratriði að hér verði kaupmáttaraukning, að aðrir hópar fari ekki fram úr almenna markaðnum og að ríkisstjórnin standi við sín loforð. „Þá þurfum við að skoða þetta allt í samhengi.“Ólafur G. SkúlasonBHM kynnti niðurstöðu gerðardóms á almennum fundi á Hilton hóteli Nordica í gærkvöldi, en forráðamenn félagsins hafa lýst ánægju með niðurstöðuna, þar sem meðal annars er tekið tillit til krafna um launahækkanir vegna menntunar. Í kvöld er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með sambærilegan fund á Grand hóteli í Reykjavík. Þá upplýstu hjúkrunarfræðingar í gær að ákveðið hefði verið að falla frá málarekstri á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir þeirra. Það segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, hafa verið gert vegna þess að í dómi Hæstaréttar varðandi BHM hafi verið svarað mörgum þáttum í málshöfðun hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins lýsi hins vegar vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem telji ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með slíkri lagasetningu. Félagið telji vafa leika á því sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hvað varðar niðurstöðu gerðardóms segir Ólafur hana hafa verið betri en búist hafi verið við. Hjúkrunarfræðingar hafi búið sig undir niðurstöðu á svipuðum nótum og samninganefnd ríkisins hafði boðið og búið var að hafna. „Það tilboð hljóðaði upp á 18,6 prósent að meðaltali, en þessi niðurstaða er upp á um 25 prósenta hækkun að meðaltali á þessum fjórum árum,“ segir hann, en úrskurðurinn gildir til mars 2019, um þrjá mánuði fram yfir gildistíma samninga á almenna markaðnum. „Úrskurðurinn held ég að sé eins góður og hann gat orðið miðað við aðstæður,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira