Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2015 10:22 Ein skemmtilegasta nýjungin á markaðnum fyrir veiðimenn er appið Angling IQ þar sem veiðimenn geta haldið veiðidagbók og deilt henni með öðrum notendum. Forsvarsmaður appsins er leiðsögumaðurinn sem er best þekktur undir nafninu Stjáni Ben en hann ásamt öðrum góðum mönnum hafa unnið öttullega að því að koma appinu í gang enda eru kostir þess ótvíræðir og eins er það gaman að fylgjast með því sem aðrir notendur veiða og þær upplýsingar sem veiðimenn deila sín á milli oft gott innlegg í reynslubankann. Angling iQ er nú búið að vera í svokölluðum Alpha prófunum í allt sumar og gengið vel. Við höfum safnað haug af upplýsingum, lagað villur, breytt og bætt til að gera appið sem skemmtilegast fyrir notendur. Við erum ennþá að vinna í því á fullu að smíða nýja eiginleika og gera appið enn betra. "Við höfum nú opnað aðgang fyrir alla en við þurfum ennþá að stjórna notendafjöldanum svo við bjóðum nú öllum áhugasömum að skrá sig á heimasíðu okkar www.anglingiq.com , segja okkur hvaða stýrikerfi er á símanum þeirra og við sendum þeim appið um hæl" sagði Stjáni í samtali við Veiðivísi. Nú þegar eru tæplega 400 veiðimenn með appið og búið er að skrá vel á annað þúsund fiska. Það geta allir verið með og fengið appið með því að skrá sig á heimasíðunni. Nýverið fengu þeir við styrk frá Tækniþróunarsjóð til að halda áfram að þróa appið og sá styrkur kemur sér vel til framtíðar. Þeir eru með stór plön og ætla sér langt en taka lítil skref í einu til að ganga úr skugga um að allt virki eins og það á að gera. "Við erum þess vegna komnir í Beta prófanir núna þar sem við fjölgum notendum hægt og rólega til að sjá hvernig kerfið bregst við aukinni notkun sem og til að finna smávægilegar villur sem mögulega koma upp með aukinni notkun" segir Stjáni enn fremur. Angling iQ er að öllu leyti smíðað á Íslandi af íslenskum veiðimönnum og við vonum að sem flestir íslenskir veiðimenn séu til í að vera með í Beta prófunum. Uppfærslur koma svo nokkuð reglulega og fleiri skemmtilegir fítusar bætast við svo það er um að gera að vera með frá upphafi. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Ein skemmtilegasta nýjungin á markaðnum fyrir veiðimenn er appið Angling IQ þar sem veiðimenn geta haldið veiðidagbók og deilt henni með öðrum notendum. Forsvarsmaður appsins er leiðsögumaðurinn sem er best þekktur undir nafninu Stjáni Ben en hann ásamt öðrum góðum mönnum hafa unnið öttullega að því að koma appinu í gang enda eru kostir þess ótvíræðir og eins er það gaman að fylgjast með því sem aðrir notendur veiða og þær upplýsingar sem veiðimenn deila sín á milli oft gott innlegg í reynslubankann. Angling iQ er nú búið að vera í svokölluðum Alpha prófunum í allt sumar og gengið vel. Við höfum safnað haug af upplýsingum, lagað villur, breytt og bætt til að gera appið sem skemmtilegast fyrir notendur. Við erum ennþá að vinna í því á fullu að smíða nýja eiginleika og gera appið enn betra. "Við höfum nú opnað aðgang fyrir alla en við þurfum ennþá að stjórna notendafjöldanum svo við bjóðum nú öllum áhugasömum að skrá sig á heimasíðu okkar www.anglingiq.com , segja okkur hvaða stýrikerfi er á símanum þeirra og við sendum þeim appið um hæl" sagði Stjáni í samtali við Veiðivísi. Nú þegar eru tæplega 400 veiðimenn með appið og búið er að skrá vel á annað þúsund fiska. Það geta allir verið með og fengið appið með því að skrá sig á heimasíðunni. Nýverið fengu þeir við styrk frá Tækniþróunarsjóð til að halda áfram að þróa appið og sá styrkur kemur sér vel til framtíðar. Þeir eru með stór plön og ætla sér langt en taka lítil skref í einu til að ganga úr skugga um að allt virki eins og það á að gera. "Við erum þess vegna komnir í Beta prófanir núna þar sem við fjölgum notendum hægt og rólega til að sjá hvernig kerfið bregst við aukinni notkun sem og til að finna smávægilegar villur sem mögulega koma upp með aukinni notkun" segir Stjáni enn fremur. Angling iQ er að öllu leyti smíðað á Íslandi af íslenskum veiðimönnum og við vonum að sem flestir íslenskir veiðimenn séu til í að vera með í Beta prófunum. Uppfærslur koma svo nokkuð reglulega og fleiri skemmtilegir fítusar bætast við svo það er um að gera að vera með frá upphafi.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði