Matthías Vilhjálmsson hefur feril sinn með norska stórliðinu Rosenborg með miklum látum.
Hann skoraði fyrir liðið í Evrópukeppninni á dögunum og í kvöld skoraði hann í bikarleik.
Rosenborg valtaði þá yfir Mjöndalen, 4-0, og er því komið í undanúrslit norska bikarsins. Matthías skoraði þriðja mark leiksins.
Hólmar Örn Eyjólfsson var í vörn Rosenborgar og lék allan leikinn.
