Áætla átta daga í Stím-málið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 15:27 Lárus Welding ásamt verjanda sínum Óttari Pálssyni. Vísir/GVA Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06
Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25