Maria Sharapova tekjuhæsta íþróttakona heimsins árið 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Maria Sharapova, tekjuhæsta íþróttakona heimsins 2015. Vísir/getty Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir. Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Körfubolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir.
Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Körfubolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira