Maria Sharapova tekjuhæsta íþróttakona heimsins árið 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Maria Sharapova, tekjuhæsta íþróttakona heimsins 2015. Vísir/getty Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir. Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir.
Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira