Mazda kynnir nýjan jeppling í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 14:45 Mazda Koeru tilraunajepplingurinn. Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent
Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent