Mazda kynnir nýjan jeppling í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 14:45 Mazda Koeru tilraunajepplingurinn. Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent