Metsala Subaru WRX og STI í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Subaru WRX STI er nú feykilega eftirsóttur í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent